Biðraðir eftir nýrri græju

Í gær voru biðraðirnar farnar að myndast fyrir utan tækjaverslanir í New York en í dag fer nýr sími frá Apple á markaðinn, iPhone 3G, fyrir þriðju kynslóð farsíma. Það ríkir mikil spenna í kringum græjuna þó að hún hafi fengið blendna dóma hjá tækjarýnum.

Þrátt fyrir það eru fjölmargir iPhone-aðdáendur sem bíða spenntir eftir græjunni og samkvæmt fréttastofu Reuters stefnir Apple á að selja 10 milljón slíka síma fyrir árslok.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka