Smástirni stefnir í átt til jarðar

Smástirni.
Smástirni.

Vísindamenn segja, að smástirni, sem er um 400 metrar í þvermál, stefni í átt til jarðar og gæti hugsanlega lent á henni 13. apríl árið 2036. Ekki eru þó taldar miklar líkur á að beinn árekstur verði eða 1 á móti 45 þúsundum og væntanlega muni steinninn fara framhjá jörðu í 40 þúsund kílómetra fjarlægð. 

Fjallað er um smástirnið, sem fengið hefur nafnið Apophis, í blaðinu Jyllands-Posten í dag. Þar kemur fram, að lendi Apophis á jörðinni muni það hafa gífurlega alvarleg áhrif, einkum þó á veðurfar bæði til skamms og langs tíma. 

Blaðið segir, að vísindamenn í  nokkrum löndum, m.a. Rússlandi, ræði nú um aðgerðir til að koma í veg fyrir hugsanlegan árekstur. Til stendur að setja upp sérstakan eftirlitssjónauka við Kyrrahafsströnd Rússlands til að fylgjast með smástirnum og öðrum himinhnöttum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert