Niðurstöður rannsóknar Hagstofunnar sýna að tölvur eru á 90% heimila og 88% heimila gátu tengst netinu. Nettengd heimili nota í langflestum tilvikum ADSL, SDSL eða annars konar xDSL tengingu, eða í 94% tilvika. Einungis 5% nettengdra heimila nota hefðbundna upphringitengingu eða ISDN.
Ríflega 15% þeirra sem nota internetið halda úti eigin bloggsíðu og 66% þeirra sem vafra um á internetinu fylgjast með bloggsíðum annarra.
Notkun heimila og einstaklinga á tölvum og interneti 2008