Segjast hafa náð að aflæsa nýja iPhone símann

Apple 3G.
Apple 3G. Reuters

Brasilískt fyrirtæki heldur því fram að það hafi fyrst allra í heiminum náð að aflæsa 3G-gerðina af iPhone farsímanum frá Apple, sem fór í almenna sölu fyrir nokkrum dögum.

Forsvarsmenn fyrirtækisins halda því fram að þeir hafi, fyrstir allra, náð að komast hjá því að þurfa að skrá símana hjá þeim farsímafyrirtækjum sem hafa samið sérstaklega við Apple.

Fram kemur á vefútgáfu brasilíska dagblaðsins Folha de Sao Paulo, auk  annarra fréttamiðla á netinu s.s. Digg.com og Gizmodo.com, að fyrirtækið DesbloqueioBr hafi náð að brjóta sér leið í gegnum varnir símans með því að breyta kerfishugbúnaði hans og koma fyrir sérstakri viðbót á sim-kortið.

Með þessu geta eigendur slíkra síma tengst hvaða símafyrirtæki sem er, ekki bara þeim sem hafa gert með sér sérstakt samkomulag við Apple í hverju landi fyrir sig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert