Ný örflögukynslóð frá Intel

Höfuðstöðvar Intel.
Höfuðstöðvar Intel. AP

In­tel kynnti í gær nýja kyn­slóð af Centr­ino, ör­flög­um fyr­ir þráðlaus­ar teng­ing­ar, eft­ir margra mánaða bið. Centr­ino 2 sam­ein­ar Wi-fi, sem er aðeins hægt að nota inn­an 100 metra frá næsta sendi, með nýrri þráðlausri tækni sem kall­ast WiMax. WiMax býður upp á hraða gagna­flutn­inga yfir tölu­vert meiri fjar­lægðir sem geta spannað heilu borg­irn­ar.

„Stóra spurn­ing­in er hvort þetta er þróun eða bylt­ing, mig grun­ar að við séum hér frek­ar að tala um þróun,“ sagði tækni­grein­and­inn Bry­an Ma í sam­tali við Reu­ters. „Engu að síður er þetta góð inn­spýt­ing fyr­ir iðnaðinn.“

Flög­urn­ar eiga fyrst og fremst að not­ast í far­tölv­ur, enda fær­ist tölvu­tækni til per­sónu­legra nota sí­fellt á hreyf­an­legra plan með létt­ari tækj­um og þróun þráðlausr­ar tækni. Þannig selst í ýms­um lönd­um tölu­vert meira af far­tölv­um en borðtölv­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert