Nintendo Wii leikjatölvan tók í júní fram úr Xbox 360 leikjatölvu Microsoft í samanlagðri eintakasölu. Er Wii því nú vinsælasta leikjatölva Bandaríkjanna af nýjustu kynslóð slíkra tölva.
Í júní seldust 666.000 eintök af Wii tölvum í Bandaríkjunum, samanborið við 405.000 Playstation 3 tölvur og 219.800 Xbox 360 tölvur, að því er segir í frétt Bloomberg.
Frá því að tölvan kom fyrst á markað, í nóvember 2006, hafa 10,9 milljónir eintaka selst af Wii tölvum í Bandaríkjunum, sem er rétt yfir heildarfjölda seldra Xbox 360 tölva.Þá gerir Nintendo ráð fyrir því að sala Wii tölva á heimsvísu muni í fyrsta skipti í ár verða meiri en sala á leikjatölvum Sony, sem framleiðir m.a. Playstation 3 leikjatölvuna.
Þrátt fyrir þessar fréttir hélst gengi hlutabréfa Nintendo nær óbreytt í kauphöllinni í Osaka, en gengið hefur lækkað um 17% það sem af er ári.