Í stefnu forsætisráðuneytisins um opinn hugbúnað á Íslandi kemur fram að frjáls hugbúnaður ýti undir samkeppni á markaði. Mörg lönd styðja við þróun opins hugbúnaðar, enda mikilvægt að vera ekki háður fáum birgjum um allan hugbúnað.
Opinn hugbúnaður er byggður á forritunarkóða sem höfundar hafa valið að gera opinberan og öllum aðgengilegan. Notendur mega dreifa, aðlaga og betrumbæta hugbúnaðinn að vild, að því gefnu að afurðin verði áfram opin og frjáls. Hugbúnaður af þessari gerð er oft ókeypis.
Ekki eru allir á sama máli um nýja stefnu ráðuneytisins. Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi er einn þeirra. „Það þarf yfirleitt mikla sérfræðiaðstoð og aðlögun til að nota opinn hugbúnað,“ segir Halldór, sem telur að opinn hugbúnaður sé ekki ódýrari en séreignarhugbúnaður þegar upp er staðið. Halldór harmar einnig hvernig staðið er að þessum málum og kveðst frekar vilja að sett sé fram stefnumótun um notkun hugbúnaðar almennt.
„Innan fárra ára verður samruni síma og tölvu algjör og þá mun fátæku fólki sem hefur aðgang að Netinu fjölga mjög hratt,“ segir Gupta. Hann vinnur að tæknilegum lausnum og útfærslum sem geta bætt lífsskilyrði þeirra sem búa við mesta fátækt.