Árás á netkerfi Símans

Merki Símans.
Merki Símans. mbl.is/Kristinn

Erlendir tölvuþrjótar gerðu árás netkerfi Símans í morgun með þeim afleiðingum að notendur fundu fyrir hægagangi eða gátu ekki komist inn á erlendar síður um stundarsakir.

Árásir sem þessar eru ekki óalgengar, en að sögn upplýsingafulltrúa Símans var árásin í morgun viðameiri en oft áður.

Greiningu og viðgerð er nú að mestu lokið og á sambandið að vera komið í lag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert