Miklar vonir bundnar við nýtt lyf við blöðruhálskrabbameini

Vísindamenn segja að nýtt lyf við blöðruhálskrabbameini sé mögulega stærsta framfaraskrefið sem hafi verið stigið í baráttu við meinið í 70 ár. Talið er að lyfið Abiraterone geti mögulega læknað um 80% sjúklinga sem hafa greinst með illkynja krabbamein í blöðruhálsi.

Hingað til hefur venjuleg lyfjameðferð litlu skilað fyrir þá sem hafa greinst með illkynja krabbamein í blöðruhálsi. Umrætt lyf stöðvar hins vegar hormónin sem valda krabbameininu og eykur lífslíkur sjúklinganna.

Vonast er til þess að lyfið verði orðið til í pilluformi innan tveggja til þriggja ára, segir á vef breska ríkisútvarpsins.

Nú þegar hafa hafist prófanir á lyfinu á um 1200 sjúklingum um allan heim. Búist er við frekari prófunum á þessu ári.

Blöðruhálskrabbamein er algengasta krabbameinið hjá körlum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert