Búið er að breyta útliti samfélagssíðunnar Facebook, en nýja útlitinu er ætlað að endurspegla breyttar samskiptaaðferðir notenda síðunnar, t.d. hvernig þeir deila myndum sín á milli og birta nýjar fréttir af sjálfum sér.
Búið er að stækka svæðið hjá notendum þar sem vinir geta skilið eftir skilaboð og myndir, og almennt séð á að vera mun auðveldara að stjórna síðunni og koma í veg fyrir ruslpóst.
Einnig hefur verið unnið að breytingum hjá MySpace-samfélagsíðunni sem etur kappi við Facebook um að vera vinsælasta samskiptasíða fólks á netinu. Megintilgangurinn hjá báðum vefsíðunum er að draga úr allri óreglu og auðvelda fólki að finna upplýsingar.