Soja skerðir sæðisframleiðsluna

Sojabaunir.
Sojabaunir. mbl.is/Þorkell

Karlmenn ættu að forðast fæði þar sem soja er uppistaðan. Ný rannsókn bendir til að sojaríkt fæði getur valdið ófrjósemi hjá ákveðnum hópi karlmanna, að því er fram kemur í breska blaðinu The Guardian.

Í The Guardian kemur fram að ný rannsókn sýndi að karlmenn sem neyttu meira en tveggja skammt af soja-ríkri fæði á viku höfðu að meðaltali 41 milljón færri sæðisfrumur á millilítra heldur en karlmenn sem aldrei höfðu neytt sojavara.

Fækkun sæðisfrumanna í þessum mæli er þó ekki sögð líkleg til að valda ófrjósemi hjá heilbrigðum karlmönnum en að mati nokkurra sérfræðinga gæti þetta haft alvarlegar afleiðingar fyrir þá karlmenn sem eru fyrir með magn sæðisfruma undir meðallagi. Fjöldi sæðisfruma á bilinu 80 til 120 m. á ml. er talinn eðlilegur en menn sem framleiða færri en 20 m. sæðisfrumur á ml. eru taldir ófrjóir.

Rannsóknin var gerð af lýðheilsudeild Harvard-háskólans í Boston og stýrt af Jorge Chavarro. Byggt var á eldri rannsóknum á dýrum og vefjum fólks sem gáfu vísbendingar um að ákveðið magn af soja gæti skaðað sæðisframleiðsluna.

Frjósemi karlmanna í hinum vestræna heimi hefur farið minnkandi um nokkurra áratuga skeið, þar sem um 20% ungra karla í Evrópu eru með litla sæðisframleiðslu en á sama tíma notkun á soja í fæðu til manneldis farið stöðugt vaxandi allt frá fimmta áratug síðustu aldar vegna þess hversu það er ódýr uppspretta próteins.Soja er nú að finna í tveimur-þriðju allra verksmiðjuframleiddra matvæla, svo sem kexi, sælgæti, pasta og brauði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert