Nýjar vísbendingar um snjómanninn ógurlega

Jeti? Nei, fyrirsæta í loðkápu.
Jeti? Nei, fyrirsæta í loðkápu.

Breskir vísindamenn ætla að gera DNA-rannsóknir á dýrahárum sem talin eru vera af jeta, eða snjómanninum ógurlega eins og fyrirbærið hefur verið kallað.

Hárin fundust í Garo-hæðum á Indlandi, en apasérfræðingur sagði þau afar lík hárum sem Edmund Hillary fann á Everest-fjalli. Útilokað hefur verið að hárin séu af dýrum sem lifa á svæðinu.

Hárin gætu verið af svartgráu, þriggja metra háu dýri sem líkist apa, og rennt stoðum undir goðsögnina um jetann, sem fjöldi fólks segist hafa séð. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert