Vatn finnst á Mars

Könnunarfarið Phoenix Mars Lander, sem verið hefur á Mars frá því í júní, hefur nú staðfest að vatn er að finna á reikistjörnunni. Hefur vísindamönnum bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, tekist að greina vatnið í sýni, sem könnunarfarið tók af yfirborði Mars.

„Þarna er vatn," segir William Boynton, vísindamaður í Arizonaháskóla í yfirlýsingu frá NASA.

„Við höfum áður séð vísbendingar um frosið vatn í rannsóknum, sem gerðar voru með Mars Odyssey geimfarinu og á myndum sem Phoenix tók í síðasta mánuði. En þetta er í fyrsta skipti, sem vatn hefur verið snert og bragðað."

Vísindamenn geta nú rannsakað sýnið, sem Phoenix hefur tekið, og lagt mat á hvort lífvænlegt sé á plánetunni.

Vísindamennirnir segjast ekki hafa fundið nein lífræn efni í sýninu en taka muni 3-4 vikur þar til rannsókn á því lýkur.

Ákveðið hefur verið að lengja dvöl Phoenix á Mars um þrjá mánuði.

NASA sendi í dag frá sér þessa mynd af umhverfinu …
NASA sendi í dag frá sér þessa mynd af umhverfinu þar sem Phoenix er á Mars. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka