Vatn finnst á Mars

00:00
00:00

Könn­un­ar­farið Phoen­ix Mars Land­er, sem verið hef­ur á Mars frá því í júní, hef­ur nú staðfest að vatn er að finna á reiki­stjörn­unni. Hef­ur vís­inda­mönn­um banda­rísku geim­ferðastofn­un­ar­inn­ar, NASA, tek­ist að greina vatnið í sýni, sem könn­un­ar­farið tók af yf­ir­borði Mars.

„Þarna er vatn," seg­ir William Boynt­on, vís­indamaður í Arizona­há­skóla í yf­ir­lýs­ingu frá NASA.

„Við höf­um áður séð vís­bend­ing­ar um frosið vatn í rann­sókn­um, sem gerðar voru með Mars Odyss­ey geim­far­inu og á mynd­um sem Phoen­ix tók í síðasta mánuði. En þetta er í fyrsta skipti, sem vatn hef­ur verið snert og bragðað."

Vís­inda­menn geta nú rann­sakað sýnið, sem Phoen­ix hef­ur tekið, og lagt mat á hvort líf­væn­legt sé á plán­et­unni.

Vís­inda­menn­irn­ir segj­ast ekki hafa fundið nein líf­ræn efni í sýn­inu en taka muni 3-4 vik­ur þar til rann­sókn á því lýk­ur.

Ákveðið hef­ur verið að lengja dvöl Phoen­ix á Mars um þrjá mánuði.

NASA sendi í dag frá sér þessa mynd af umhverfinu …
NASA sendi í dag frá sér þessa mynd af um­hverf­inu þar sem Phoen­ix er á Mars. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka