Konur eiga erfiðara með að ná markmiðum sínum í lífinu, og eru því ekki eins hamingjusamar og karlar þegar kemur á efri ár, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal Bandaríkjamanna.
En framan af fullorðinsárunum eiga konur þó meiri möguleika en karlar á að láta drauma sína rætast, og eru því á heildina litið almennt hamingjusamari en karlar.
Frá þessu greinir fréttavefurinn LifeScience, en niðurstöður könnunarinnar verða birtar í næsta hefi tímaritsins Journal of Happiness Studies.
Þar kemur m.a. fram, að rétt eftir fertugt verður ánægja karla með fjárhagsstöðu sína almennt meiri en kvenna, og við 48 ára aldur verður hamingja (eða almenn ánægja með lífið) karla almennt meiri en hamingja kvenna.
Nánar má lesa um niðurstöðurnar hér.