Mannvistarleifar í hættu á Grænlandi

mbl.is/Ómar

Hlýni loftslag í framtíðinni getur það leitt til þess að fornleifar á Grænlandi fari forgörðum. Fornleifafræðingar eru í kapphlaupi við tímann að kortleggja menningararf landsins, áður en loftslagsbreytingar gera það ómögulegt.

Claus Andreasen, forstjóri þjóðminjasafnsins í Nuuk, vill að fullur kraftur verði settur í fornleifaskráningu. „Við erum í kapphlaupi við loftslagsbreytingar. Hærri hiti mun hafa áhrif á hvað við getum varðveitt. Við þurfum að komast að því hvert ástand minjanna er, sem myndi jafnframt afla okkar nýrrar vitneskju um söguna.“

Andreasen nefnir sem dæmi að sífreri verji minjar í Vesturbyggð, þar sem víkingar settust að, og mannvistarleifar víðsvegar á Vestur-Grænlandi. Hverfi frost úr jörðu séu allar líkur til að fornminjarnar séu í hættu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert