Á myndbandi frá Bandarísku geimvísindastofnuninni, NASA, má sjá sólmyrkvann sem varð í morgun í návígi. Almyrkvi sást í norðurhluta Kanada, á Svalbarða og í Síberíu og Kína.
Þúsundir manna komu saman á þessum stöðum til að verða vitni að þessu náttúruundri, er verður þegar fullt eða nýtt tungl ber á milli jarðarinnar og sólarinnar.
Novosibirisk í Rússlandi var stærsta borgin þar sem almyrkvinn sást, og vakti hann þar mikinn fögnuð meðal íbúa og ferðamanna.