Aðstoð í ástarsorg

Aust­ur­rík­is­menn í ástarsorg eiga nú í ný hús að venda í raun­um sín­um. Í Vín­ar­borg hef­ur verið opnuð stofa sem sögð er vera sú fyrsta sinn­ar teg­und­ar í land­inu, en þar er veitt ráðgjöf við ástarsorg.

Það eru sál­fræðing­ur og ráðgjafi sem reka stof­una, og segj­ast þeir veita fólki aðstoð við að bregðast við þeim haf­sjó til­finn­inga sem það upp­lifi þegar slitn­ar upp úr ástar­sam­bandi.

Hver tími kost­ar um 70 evr­ur, og hitta „sjúk­ling­arn­ir“ sál­fræðing­inn eða ráðgjaf­ann aug­liti til aug­lit­is og fá aðstoð við að tak­ast á við sorg­ina. Fer það eft­ir hverj­um skjól­stæðingi fyr­ir sig hvernig meðferðinni er hagað.

Sál­fræðing­ur­inn og ráðgjaf­inn, Birgit Maurer og Augu­ste Stork­an, segj­ast með þessu vilja sporna gegn þeim for­dóm­um sem ríki gagn­vart ástarsorg og reyna að fá fólk til að tala um þau vanda­mál sem það eigi við að etja, burt­séð frá aldri eða kyn­hneigð.

„Við vilj­um líka vekja at­hygli á því að ástarsorg hrjá­ir ekki bara tán­inga.“

Stof­an hef­ur verið opin í nokkra mánuði, og ný­lega var opnuð vefsíða í tengsl­um við hana.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert