Japanskar konur langlífastar

Reuters

Japanskar stúlkur sem fæddust í fyrra geta vænst þess að ná að meðaltali 86 ára aldri, og verða þar með langlífastar jarðarbúa. Japanskar konur hafa verið langlífastar allra undanfarin 23 ár, og telja vísindamenn á ástæður þess séu m.a. hollt mataræði þeirra og sterk félagstengsl.

Japanskir drengir sem fæddust í fyrra verða væntanlega að meðaltali 79,2 ára, en íslenskir drengir og drengir í Hong Kong ná að meðaltali hærri aldri en þeir japönsku.

Þetta kemur fram í skýrslu frá japanska heilbrigðisráðuneytinu í dag.

Niðurstöður skýrslunnar leiða ennfremur í ljós að meðalaldur Japana hækkar nú hraðar en nokkurrar annarrar þjóðar, en tíu af hundraði þeirra er 75 ára eða eldri.

Hlutfall þeirra sem eru 65 ára og eldri mun að líkindum tvöfaldast næstu 40 árin, og ná 40%. Þessu til viðbótar kemur fram, að fæðingartíðni í Japan er nú ein sú lægsta í heiminum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert