Breska Líftæknifyrirtækið Lab21 Limited hefur tilkynnt samstarf sitt við deCODE Genetics, móðurfélagi Íslenskrar Erfðagreiningar sem felst í því að Lab21 mun bjóða greiningarpróf sem deCODE hefur þróað á markaðssvæði sínu á Bretlandi og Írlandi.
Greiningaprófin gefa fólki vísbendingu um erfðaþætti algengra sjúkdóma á borð við krabbamein í blöðruhálskirtli og gláku.
Lab21 hefur þegar hafið svipað samstarf við tvö önnur líftæknifyrirtæki, Myriad og PGxHealth og segist því geta boðið viðskiptavinum sínum upp á fjölmörg greiningapróf.
Á vefsíðunni MarketWatch.com segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar að hann sé ánægður með samninginn því Lab21 þekki markaðinn og hafi sannað sig á því sviði og geti veitt viðskiptavinunum góða þjónustu.