Hvalastofnar stækka

Hnúfubakur stingur sér við Alaskastrendur.
Hnúfubakur stingur sér við Alaskastrendur. Reuters

Stór­um hvöl­um svo sem hnúfu­bak, hrefnu og skorur­eyði, hef­ur fjölgað á und­an­förn­um árum. Þetta kem­ur fram í skýrslu sem nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­in IUCN hafa sent frá sér og þakka þau þetta hval­veiðibann­inu, sem verið hef­ur í gildi frá ár­inu 1986.

Sam­tök­in segja hins veg­ar að smá­hvala­stofn­ar, svo sem höfr­ung­ar og hnýs­ur séu enn í hættu, aðallega vegna þess að þeir flækj­ast oft í veiðarfæri og drep­ast.

Á vál­ista sam­tak­anna hef­ur hnúfu­bak­ur verið færður í flokk þeirra hvala, sem einna minnst­ar áhyggj­ur þarf að hafa af. Það sama á við um hrefn­ur í Kyrra­hafi og Norður-Atlants­hafi og einnig skorur­eyði, sem er í Suður­höf­um.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert