Sænsku asthma- og ofnæmissamtökin greindu frá því í dag að fljótlega geti veitingahúsagestir í Svíþjóð með ofnæmi verið öruggir um að fá mat sem inniheldur ekki ofnæmisvaldandi efni. Um er að ræða vottun á því að staðirnir bjóði ekki upp á matvæli sem geta valdið ofnæmi.
Til þess að fá vottunina verður starfsfólk staðanna að fara á námskeið þar sem því verður leiðbeint með að aðstoða fólk sem er með ofnæmi og leiðbeina því hvaða hráefni sé í matnum.
Talið er að einn af hverjum fjórum Svíum séu með einhvers konar matarofnæmi þó svo að í flestum tilvikum sé um vægt ofnæmi að ræða. Á þetta við um fullorðna einstaklinga.