Samfélagsvefurinn Facebook
hefur nú opinberlega farið fram úr helsta keppinaut sínum,
MySpace í keppninni um hvor síðan fær fleiri heimsóknir. Fyrirtækið comScore hefur birt tölur þess efnis að síðastliðið ár hafi
Facebook fengið 132 milljónir heimsókna á meðan MySpace fékk 117 milljónir heimsókna.
Yfir árið hefur heildaraðsókn að vefnum vinsæla aukist um 153 prósent en hvergi er aukningin meiri en í Suður-Ameríku en þar jókst aðsóknin um heil 1.055 prósent. Aðsókn Evrópubúa jókst líka mikið milli ára en umferð um Facebook er nú 303 prósentum meiri en hún var fyrir ári.