Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) áætlar að árið 2005 hafi 2 milljarðar manna verið of þungir eða glímt við offitu. Árið 2015 er áætlað að talan verði komin upp í 3 milljarða. Búist er við að á næstu 10 árum fjölgi dauðsföllum af völdum sykursýki um 50%.
Heimsmet í aukakílóum
Samkvæmt skilgreiningu WHO er fólk of þungt ef svokallaður BMI stuðull þess er yfir 25. Þetta er stuðull á milli þyngdar og hæðar fólks. Ef hann er yfir 30 er talað um offitu. Meirihluti fullorðinna Íslendinga er yfir kjörþyngd og að minnsta kosti 16% með BMI stuðul yfir 30. Efstir á lista yfir feitasta fólk í heimi tróna þó Bandaríkjamenn og þar á eftir Mexíkóbúar. Í Evrópu eru Bretar feitastir.