Grænir og vænir - ekki fyrir blinda

Rafmagnsbílar menga ekkert og eru margir hverjir mjög ódýrir. Þá …
Rafmagnsbílar menga ekkert og eru margir hverjir mjög ódýrir. Þá er auðvelt að leggja þeim í stæði og þræða borgarumferðina. Það vantar hins vegar allt rokk (lesist hávaða) í þá. Reuters

Þó svo að raf­magns- og tvinn­bíl­ar séu um­hverf­i­s­væn­ir þá vilja yf­ir­völd í Kali­forn­íu meina að þeir geri blind­um erfitt fyr­ir. Þing­menn í rík­inu hafa samþykkt laga­frum­varp sem kveður á um að bíl­arn­ir megi ekki vera hljóðlát­ir. Blint og sjónskert fólk verði að geta heyrt í þeim ætli það t.d. að ganga yfir götu.

Sér­stök nefnd verður sett á lagg­irn­ar sem mun hafa það verk­efni að rann­saka málið, og er henni ætlað að koma með til­lög­ur um hvernig bíl­arn­ir geti fram­leitt meiri hávaða.

Um­ferðar­stofn­un Kali­forn­íu seg­ir að rúm­lega 300.000 raf­magns- og tvinn­bíl­ar séu nú í um­ferðinni. Að sögn emb­ætt­is­manna hef­ur ekki verið takið sam­an hversu marg­ir gang­andi veg­far­end­ur hafa lenti í slysi þar sem slík­ir bíl­ar hafa ekið þá niður.

Búið er að senda frum­varpið til Arnold Schw­arzenegger rík­is­stjóra til staðfest­ing­ar. Hann hef­ur hins veg­ar ekki tekið af­stöðu í mál­inu enn sem komið er. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka