Þó svo að rafmagns- og tvinnbílar séu umhverfisvænir þá vilja yfirvöld í Kaliforníu meina að þeir geri blindum erfitt fyrir. Þingmenn í ríkinu hafa samþykkt lagafrumvarp sem kveður á um að bílarnir megi ekki vera hljóðlátir. Blint og sjónskert fólk verði að geta heyrt í þeim ætli það t.d. að ganga yfir götu.
Sérstök nefnd verður sett á laggirnar sem mun hafa það verkefni að rannsaka málið, og er henni ætlað að koma með tillögur um hvernig bílarnir geti framleitt meiri hávaða.
Umferðarstofnun Kaliforníu segir að rúmlega 300.000 rafmagns- og tvinnbílar séu nú í umferðinni. Að sögn embættismanna hefur ekki verið takið saman hversu margir gangandi vegfarendur hafa lenti í slysi þar sem slíkir bílar hafa ekið þá niður.
Búið er að senda frumvarpið til Arnold Schwarzenegger ríkisstjóra til staðfestingar. Hann hefur hins vegar ekki tekið afstöðu í málinu enn sem komið er.