iPhone leigði biðraðir

Símtækið frá Apple hefur fór í verslanir í Póllandi á …
Símtækið frá Apple hefur fór í verslanir í Póllandi á miðnætti. Reuters

Stærsta símafyrirtæki Póllands, Telekomunikaja Polska viðurkenndi í dag að það hefði greitt ungum og svölum aukaleikurum úr kvikmyndaheiminum til að standa í biðröð þegar Apple iPhone kom fyrst á markað þar í landi.

„Þetta var liður í markaðssetningunni. Okkur fannst þetta nokkuð áhugaverð hernaðaráætlun," sagði talsmaður TP við AFP fréttastofuna.

iPhone símtækin fóru í sölu í Póllandi á miðnætti síðast liðið og fóru biðraðir að myndast fyrir utan verslanir Orange sem er í eigu TP nokkrum tímum fyrir miðnættið. Sumir buðu stað sinn í biðröðinni falann fyrir 3600 til 10 þúsund íslenskar krónur.

„Markmiðið var að vekja athygli fólks á iPhone með biðröðunum. Fólkið í biðröðunum fræddi fólk um iPhone," sagði talsmaðurinn.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert