Eyríkið Niue í Suður-Kyrrahafi varði í gær fyrsta landið í heiminum þar sem öllum börnum var úthlutað fartölvum. Tölvunar voru sérhannaðar fyrir bandarísku góðgerðarsamtökin Fartölvu handa öllum börnum, er hafa það að markmiði að börn í þróunarríkjum geti fengið aðgang að tölvu og netinu.
Íbúar á Niue eru aðeins um 1.500 talsins, og fengu um fimm hundruð börn þar tölvu, eða öll börn sem eru í barnaskóla og framhaldsdeildum.
Tölvunar eru einfaldar að gerð, sterkbyggðar, og vatnsheldar. Í þeim er rafhlaða sem hægt er að hlaða annaðhvort með því að stinga tölvunni í samband eða með sveif sem fylgir henni.
Átaksverkefnið Fartölvu handa öllum börnum (OLPC) er sprottið af rannsóknum og þróun við Tæknistofnunina í Massachusetts (MIT), og hefur fengið stuðning ýmissa fyrirtækja, þ.á m. Google og News Corporation, sem er í eigu fjölmiðlakóngsins Ruperts Murdochs.
Í tilkynningu frá OLPC segir, að ætlunin sé að dreifa alls um fimm þúsund tölvum meðal barna í eyríkjum á Kyrrahafi. Markmiðið með átakinu sé að gefa fátækustu börnunum í heiminum færi á að öðlast menntun.