Vísindanefnd Evrópsku lyfjastofnunarinnar Emea telur nauðsynlegt, eftir viðræður við markaðsleyfishafa reykingalyfsins Champix, að herða viðvaranir um aukaverkanir af notkun lyfsins sem lýsa sér í sjálfsvígsþönkum. Greint er frá þessu á vef Lyfjastofnunar þar sem þess er jafnframt getið að stofnuninni hafi á þessu ári borist ein tilkynning um mögulega alvarlega aukaverkun sem var sjálfsvígstilraun.