Samfellt í rúmar 83 stundir á lofti

Zephyr flugvélin á flugi.
Zephyr flugvélin á flugi.

Fislétt ómönnuð flugvél, smíðuð úr kolefnistrefjum og knúin áfram með sólarorku, setti nýlega met þegar hún var 83 stundir og 37 mínútur á lofti samfellt. Vélin, sem nefnist Zephyr, er búin örþunnum sólarrafhlöðum, sem hlaðnar eru með sólarljósinu á daginn og rafmagnið knýr síðan vélina áfram á nóttinni.

Metið er ekki staðfest þar sem ekki voru uppfyllt öll skilyrði, sem alþjóða flugíþróttasambandið setur.

Það er svissneska fyrirtækið QinetiQ Group sem smíðaði flugvélina og tilkynnti um metflugið í dag. Vélin vegur 30 kg. Flugferðin fór fram í lok júlí yfir Arizonaeyðimörkinni í Bandaríkjunum og voru bandarískir og breskir varnarmálafulltrúar viðstaddir, að sögn QinetiQ. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert