Stór íshella á Grænlandi að klofna

Gervihnattamyndir sýna, að ein stærsta íshella Grænlands, Padermann íshellan, er að leysast í sundur. Vísindamenn eru ekki sammála um hvaða afleiðingar þetta getur haft, sumir telja þetta eðlilega þróun en aðrir kenna hlýnun andrúmsloftsins um.

Padermann íshellan er ein sú stærsta á norðurhveli jarðar. Á myndum sést, að 11 km löng sprunga hefur myndast í íshelluna og 28 ferkílómetra stykki er að losna frá henni. 

Svipuð þróun hefur sést á svonefndri Jakobshavns íshellu við Grænland en hún  minnkaði um 94 ferkílómetra frá árunum 2001 til 2005.

Við suðurskautið losnaði 60 metra há íshella frá argentínsku íshellunni   Perito Morena í sumar. Flestir vísindamenn kenndu hlýnun andrúmsloftsins um það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert