Næstminnsti hafís sem mælst hefur

Rannsóknarskip í hafís.
Rannsóknarskip í hafís.

Nýjar gervihnattamælingar hafa leitt í ljós að hafís í Norður-Íshafinu er nú sá næstminnsti sem mælst hefur. Enn eru þrjár vikur uns ísinn hættir að bráðna, og því er ekki útilokað að bráðnunin nú verði sú mesta frá því mælingar hófust.

Bandarísk ísrannsóknastofnun greindi frá því í dag að útbreiðsla hafíss á Norður-Íshafinu sé nú 5,2 milljónir ferkílómetra. Minnsta útbreiðsla sem mælst hefur var 4,2 milljónir ferkílómetra í september í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert