Næstu skref til verndar ísbjörnum íhuguð nánar

Ísbjörninn er tákn norðurslóðanna í Kanada.
Ísbjörninn er tákn norðurslóðanna í Kanada. mbl.is/KGA

Kanadísk stjórn­völd greindu frá því í síðustu viku að íhuga þurfi nán­ar hvaða skref sé best að taka næst til vernd­ar ís­björn­um. Yf­ir­völd hafa sætt gagn­rýni nátt­úru­vernd­arsinna fyr­ir að gera ekki nóg til að vernda birn­ina. Tveir af hverj­um þrem ís­björn­um í heim­in­um eru í Kan­ada.

Vís­inda­nefnd skilaði á fimmtu­dag­inn ít­ar­leg­um niður­stöðum at­hug­un­ar sem fram fór í apríl og seg­ir, að af­koma ís­bjarna sé „sér­stakt áhyggju­efni,“ en þeir séu ekki í út­rým­ing­ar­hættu.

Kan­ada­stjórn hef­ur skipað nefnd sem ráðgast á við ýmsa hópa, þ. á m. frum­byggja á norður­slóðum, um hvernig verði best staðið að vernd­un bjarn­anna, að því er um­hverf­is­ráðherr­ann, John Baird, greindi frá.

„Við erum staðráðin í að vernda ís­birn­ina, en við ætl­um að byggja það á vís­inda­leg­um grunni með þátt­töku inúíta og íbúa á norður­slóðum,“ sagði Baird við frétta­menn í Inu­vik.

Alls eru nú um 25.000 ís­birn­ir í heim­in­um, þar af tveir þriðju á norður­slóðum í Kan­ada.

Banda­rísk yf­ir­völd lýstu því yfir í maí að þau ætluðu að setja ís­birni á lista yfir dýr í út­rým­ing­ar­hættu. Baird sagði að kanadísk yf­ir­völd væru í sam­starfi við Banda­ríkja­menn um vernd­un ís­bjarna.

Ýmis nátt­úru­vernd­ar­sam­tök hafa ásakað Kan­ada­menn fyr­ir að gefa ekki sams­kon­ar yf­ir­lýs­ingu og Banda­ríkja­menn.

En kanadísk­ir frum­byggj­ar á norður­slóðum segja, að ekki sé jafn illa fyr­ir ís­bjarna­stofn­in­um komið og marg­ir vilji vera láta. Segja þeir að al­var­leg­ustu vand­kvæðin séu staðbund­in, og kvarta und­an því að frek­ari tak­mark­an­ir á ís­bjarna­veiðum komi illa við efna­hag frum­byggja.

Vís­inda­deild banda­ríska inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins (U.S. Geological Sur­vey) sagði í sept­em­ber að tveir þriðju hlut­ar ís­bjarna­stofns­ins kunni að verða horfn­ir um miðja öld­ina ef spár um bráðnun haf­íss á Norður-Íshafi gangi eft­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert