Rannsaka hvað gerir fólk vandræðalegt

Vísindamenn við St. Andrewsháskóla í Skotlandi ætla að hefja þriggja ára langa rannsókn á því hvað geri fólk vandræðalegt. Kunna þátttakendur að verða beðnir um að gera ýmislegt óvenjulegt, eins og til dæmis að totta pela að vinum sínum ásjáandi, eða syngja þjóðsönginn.

Fyrst verða þeir látnir gera þessa hluti fyrir framan hóp sem þeir tilheyra sjálfir, og síðan fyrir framan hóp af ókunnu fólki.

Markmiðið er að komast að því hvort það hversu vandræðalegt fólk verður fari eftir því með hverjum það er.

Einnig ætla vísindamennirnir að kanna hvort ótti við að verða sér til skammar geti leitt til þess að fólk forðist að umgangast fólk úr öðrum hópum eða menningu.

Segja vísindamennirnir m.a. að þeir vilji sýna fram á að það ráðist af ytri aðstæðum hvort og hve vandræðalegt fólk verði. Aukinn skilningur á þessu geti auðveldað samskipti fólks úr ólíkum menningarheimum, auðveldað þvi að lifa í sátt og samlyndi og dregið úr fordómum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert