Google-vafri væntanlegur

Google-byltingin heldur áfram.
Google-byltingin heldur áfram. Reuters

Google hefur kynnt til leiks netvafra sem ætlað er að keppa við Internet Explorer og Firefox. Vafrinn er hannaður til að vera einfaldur og fljótvirkur. Hann verður byggður á opnum hugbúnaðargrunni og er ætlað að ráða við næstu kynslóð vefforrita, sem byggja mikið á grafík og margmiðlun.

Vafrinn kallast Chrome, og mun hann fylgja sem beta-útgáfa með PC-tölvum, sem eru með Windows, í 100 löndum. Mac og Linux útgáfur eru væntanlegar, segir á vef BBC.

Nýi vafrinn mun hjálpa Google að nýta sér þau vefforrit sem fyrirtækið hefur verið að þróa og setja á netið, sem ætlað er að taka við af hefðbundnum forritum sem fólk er vanalega með á skjáborðinu. Nefna má sem dæmi forritin Documents, Picasa og Maps, sem margir eru að góðu kunnugir.

Þriðja september verður hægt að hala niður Chrome.

Fjallað um Chrome á Google-blogginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert