Fundist hafa tengsl á milli ákveðins gens í körlum og þess hvernig þeim gengur að tengjast mökum sínum. Þetta gæti útskýrt hvers vegna sumir karlmenn eiga erfiðara með að binda sig en aðrir. Sænskir vísindamenn hafa fundið út að karlar með eitt eða fleiri eintök af geninu allele 334 séu síður líklegir til að bindast maka sínum sterkum böndum.
Eiginkonur karla með þetta gen reyndust síður ánægðar með ástarsamböndin en þær sem voru giftar mönnum með ekkert slíkt gen.
Kannski að þar með sé komin leið fyrir konur til að sneiða hjá ástarsorg eða þá bara ágætis afsökun fyrir karla sem vilja ekki binda sig.