Þeir sem teknir eru að reskjast geta bætt minnið og unnið gegn elliglöpum með því að stunda reglulega líkamsrækt. Þetta eru niðurstöður ástralskrar rannsóknar á hópi fólks yfir fimmtugu sem þjáðist af minnistapi. Minni þess hluta hópsins sem stundaði 50 mínútna líkamsrækt þrisvar í viku hrakaði mun hægar á hálfu ári en þess hluta sem enga líkamrækt stundaði.