Skilmálum Chrome breytt

Marg­ir tölvu­not­end­ur höfðu beðið spennt­ir eft­ir nýja vafr­an­um Chrome frá Google. Vafrann var hægt að nálg­ast í gær og þykir hann bæði hraður og ein­fald­ur. Eitt kom þó fólki óþægi­lega á óvart, í not­enda­skil­mál­um varð fólk að af­sala al­ger­um höf­und­ar­rétti yfir öll­um texta sem það skrifaði inni í vafr­an­um. Eft­ir mikla gagn­rýni hef­ur þetta nú verið lag­fært.

Hægt var að hlaða niður vafr­an­um Chrome frá Google í gær og þykir um bylt­ing­ar­kennd­an vafra að ræða. Mynd­ræn vinnsla geng­ur afar hratt fyr­ir sig og síður hlaðast inn með meiri hraða en áður hef­ur þekkst. Þá er naum­hyggju­leg fram­setn­ing­in frá­brugðin því sem fólk á að venj­ast, til að mynda eru þar nán­ast eng­ir hnapp­ar. 

Eins og flest­ir vita þá er yf­ir­leitt nauðsyn­legt að samþykkja not­enda­skil­mála áður en maður fer að nota hug­búnað og þar annað hvort hafn­ar maður eða samþykk­ir skil­mála fyr­ir­tæk­is­ins. Samþykki er nauðsyn­legt vilji maður nota vör­una.

Fólk samþykk­ir gjarn­an þessa skil­mála án þess að hafa fyr­ir því að lesa þá en það gera þó sum­ir, sem bet­ur fer. Glögg­skyggn­ir not­end­ur tóku eft­ir því að í skil­mál­um Chrome var að finna littla klásúlu þar sem fólk af­salaði sér al­ger­um eign­ar­rétti yfir öll­um texta sem maður skrifaði inni í vafr­an­um, hvort sem það væri spjallskila­boð, blogg­færsla eða bréf.

Þannig hljóðaði grein 11.1 nokk­urn veg­inn: Þú held­ur eign­ar­rétt­in­um yfir efni því sem þú læt­ur frá þér gegn­um þjón­ust­una. Með því að birta, setja inn eða sýna efni gef­ur þú Google óaft­ur­kall­an­leg­an, frí­an, ei­líf­an rétt á heimsvísu á því að nota, breyta, þýða, dreifa og birta allt það efni sem þú læt­ur á netið í gegn­um vafrann.

Þegar fólk gerði sér grein fyr­ir þessu varð uppi fót­ur og fit í net­heim­um.

Þetta er reynd­ar ekki í fyrsta sinn sem Google kem­ur með álíka skil­mála því þeir voru einnig notaðir í Google Docu­ments.  Sú þjón­usta býður fólki upp á að skrifa og geyma skjöl á vefn­um. Þar var þeim síðan breytt aðeins og talsmaður Google full­vissaði al­menn­ing um að skjöl­in þeirra yrðu ekki birt hist og hér í leyf­is­leysi.

Í sam­tali við Ars Technica seg­ir Re­becca Ward, aðal vöruráðgjafi Goggle Chrome, að fyr­ir­tækið reyni að nota sem mest sömu skil­mál­ana fyr­ir all­ar vör­ur sín­ar til að halda hlut­un­um eins ein­föld­um og hægt er fyr­ir neyt­end­ur.

,,Við viður­kenn­um að stund­um eiga laga­atriðin ekki við all­ar vör­ur. Við erum að vinna að því núna að fjar­lægja ákveðin atriði úr not­enda­skil­mál­um Chrome.” Breyt­ing­in mun vera aft­ur­virk þannig að þeir sem voru bún­ir að samþykkja gömlu skil­mál­ana sitja því ekki eft­ir í súp­unni.

Það ber þó að hafa í huga að þar sem kóði Chrome er op­inn get­ur hver sem er náð í hann og sett sam­an án þess að þurfa að samþykkja skil­mál­ana. Þeir hefðu því aldrei getað fylgt skil­mál­un­um eft­ir.

Þeir sem ná sér í nýja vafrann þurfa því ekki að hafa áhyggj­ur af því að Google muni not­færa sér texta þeirra í leyf­is­leysi og banni í framtíðinni.

Þetta dæmi sýn­ir hins veg­ar glögg­lega að það get­ur verið skyn­sam­legra að samþykkja ekki hlut­ina í blindni held­ur kynna sér þá á und­an.

Not­enda­skil­mál­ar Chrome.

Hér nær maður í nýja vafrann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert