Göngulagið kemur upp um G-blettinn

Mjaðmasveiflur og löng flæðandi skref benda til þess að kona …
Mjaðmasveiflur og löng flæðandi skref benda til þess að kona þekki G-blettinn af eigin raun. Reuters

Skoskir og belgískir kynlífsfræðingar telja sig geta merkt það á göngulagi kvenna hvaða tegund af fullnægingu þær fá. Í Journal of Sexual Medicine birtist greinin Fullnægingarfortíð konu má merkja á göngulagi hennar (e.A Woman's History of Vaginal Orgasm is Discernible from Her Walk).

Blaðamenn á Berlingske Tidende ráku augun í þessa grein og skýra frá því að kynlífsfræðingarnir sem starfa við Universisty of West Scotland hafi gert litla og vart marktæka könnum með einungis 16 konum.

80% nákvæmni

Niðurstaðan er sú að þjálfaðir kynlífsfræðingar geta með 80% nákvæmni sagt til um hvort kona hafi upplifað djúpa leggangafullnægingu með blettinum sem oft er kenndur við Ernest Gräfenberg (G-bletturinn) eður ei.

Kynlífsfræðingarnir tóku myndband af konunum þar sem þær voru á göngu á götu úti og létu þær einnig svara ítarlegum spurningalista um reynslu þeirra af kynlífi.

Mjaðmasveiflur og löng skref= G-blettur

Í fjórum af hverjum fimm tilfellum gátu kynlífsfræðingarnir sagt til um þá tegund af fullnægingu sem konurnar höfðu upplifað.

„Konur sem hafa upplifað leggangafullnægingu hafa kraftmikið, munúðarfullt og frjálst göngulag og eru hvorki með læsta né slappa vöðva," segir í skýrslunni og þar kemur einnig fram að slíkt gönguleg bendi til þess að meiri líkur séu á að konur séu lausar við geðræn vandamál.

Konur sem þekkja g-blettinn af eigin raun munu samkvæmt þessari vísindalegu rannsókn taka lengri skref og meiri sveiflu í hryggsúlu og mjöðmum.

Niðurstaða greinarinnar er sú að gott sé að meðhöndla konur sem eru þjakaðar af kynlífsvandamálum með líkams- og sjúkraþjálfun til að losa um stífa vöðva. Einnig er mælt með fleiri meðferðum sem styðjast við líkamstjáningu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka