Nú er hægt að deila fréttum á mbl.is með vinum á Facebook vefþjónustunni. Sá sem hyggst gera það, þarf ekki annað en að smella á tengilinn "Senda á Facebook" sem fylgir öllum fréttum á mbl.is og þá birtist tilvísun í fréttina í Facebook prófíl viðkomandi.
Ingvar Hjálmarsson netstjóri mbl.is telur að með þessu komi fréttir mbl.is að fá enn víðtækari dreifingu á netinu þar sem facebook tengslavefurinn nýtur mikilla vinsælda.
„Facebook hefur á skömmum tíma náð mikill útbreiðslu og með þessari bættu þjónustu við lesendur mbl.is tel ég að vinsældir mbl.is komi til með að aukast enn frekar," Ingvar sagði jafnframt að lesendur mbl.is hafi löngum haft gaman af því að senda hver öðrum fréttir af vefnum en nú geti menn bætt þeim beint inn á facebook síður sínar.