Merkisdagur í vísindunum

00:00
00:00

Eðlis­fræðing­ar sem leggja stund á ör­einda­fræði telja sig geta opnað dyr inn í ókönnuð lönd þekk­ing­ar á miðviku­dag­inn kem­ur er þeir munu kveikja á maskínu sem er graf­in um 100 metra niður í jörðina. Vél­in er hönnuð til að svipta hul­unni af stærstu leynd­ar­dóm­um efn­is­ins.

Sam­kvæmt frétta­skýrend­um AFP frétta­stof­unn­ar er þetta ein flókn­asta ef ekki  sú flókn­asta vís­inda­tilraun sem gerð hef­ur verið. Vél­in sem nefn­ist Lar­ge Hadron Colli­der (LHC) mun auka hröðun ör­einda uns þær nálg­ast hraða ljóss­ins og láta þær síðan rek­ast sam­an.

Smæstu ein­ing­ar efn­is


Með þess­ari til­raun er verið að rann­saka smæstu ein­ing­ar sem þekkt­ar eru og reyna að kom­ast að því hvað veld­ur því að þær loði sam­an á ákveðinn hátt og verði áþreif­an­leg­ar.

Hugs­an­lega mun þessi til­raun fylla upp í göt í þekk­ingu mann­kyns um eðli efn­is og hún gæti sannað eða afsannað ný­leg­ar kenn­ing­ar um tíma og rúm. Svarað spurn­ing­um á borð við er önn­ur vídd eða vídd­ir til? Til viðbót­ar þeim fjór­um sem al­mennt eru viður­kennd­ar af eðlis­fræðinni (þjrár rýmd­ar­vídd­ir ásamt tíma).

Risa­vaxið verk­efni

Eft­ir að hafa eytt tveim­ur ára­tug­um og 473 þúsund millj­örðum ís­lenskra króna nálg­ast sú stund er þeir 5000 vís­inda­menn frá tæp­lega 40 lönd­um sem hafa lagt hönd á hið risa­vaxna verk­efni kom­ist að ein­hverri niður­stöðu.

Klukk­an hálf átta að ís­lensk­um tíma verður fyrstu róteind­un­um skotið inn í 27 km löng hring­laga göng und­ir sviss­nesku og frönsku landa­mær­un­um við höfuðstöðvar Evr­ópsku kjarn­orku­rann­sókn­ar­miðstöðina (CERN).

Mik­ill hiti mynd­ast

Við árekst­ur frum­eind­anna á þess­um mikla hraða telja menn að gríðarleg­ur hiti muni mynd­ast eða allt að 100 þúsund sinn­um meiri hiti en sól­in get­ur fram­leitt. Hita­b­loss­inn mun hvorki vara lengi né taka mikið rými en vís­inda­menn munu síðan rann­saka rúst­irn­ar í leit að nýj­um frum­eind­um.

Miðviku­dag­ur­inn er merk­is­dag­ur í sögu eðlis­fræðinn­ar. Aðstand­end­ur verk­efn­is­ins hafa ráðið til sín al­manna­tengla til að full­vissa al­menn­ing um að þeir muni ekki óvart búa til svart­hol sem mun gleypa jörðina og alla íbúa henn­ar eða á ann­an hátt eyðileggja und­ir­stöður þessa lífs á nokk­urn hátt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert