Peter Higgs og Stepen Hawking deila um tilvist bóseindar

Leitin að bóseindinni fer fram í öreindahraðlinum í Cern
Leitin að bóseindinni fer fram í öreindahraðlinum í Cern

Keppi­naut­arn­ir um Nó­bels­verðlaun­in í eðlis­fræði, pró­fess­or­arn­ir Peter Higgs og Stephen Hawk­ing, virðast komn­ir í hár sam­an í kjöl­far gang­setn­ing­ar ör­einda­hraðals­ins hjá Cern í Sviss.

Peter Higgs hef­ur látið þau orð falla að rann­sókn­ar­vinna Stephen Hawk­ing sé ekki „nógu góð“ í ljósi hugs­an­legr­ar út­komu til­raun­ar­inn­ar með ör­einda­hraðal­inn.

Higgs pró­fess­or er að bregðast við um­mæl­um sem Hawk­ing lét falla í viðtali þar sem hann sló því fram í gam­an­söm­um tón að það yrði „meira spenn­andi“ ef niðurstaða rán­dýrr­ar til­raun­ar­inn­ar hjá Cern yrði sú að bóseind Higgs eða „guðseind­in“ eins og hún hef­ur verið kölluð, finn­ist ekki.

Hawk­ing pró­fess­or á ein­hverju sinni að hafa lagt und­ir 100 pund að eind­in væri ekki til og hef­ur síðan haldið því fram að merki­legri niður­stöður fá­ist úr til­raun­inni held­ur en upp­götv­un bóseind­ar­inn­ar.

Í vís­inda­heim­in­um er talið er bóseind Higgs sé nán­ast nauðsyn­leg til skiln­ings á upp­runa mass­ans. Er hald vís­inda­manna að fljót­lega eft­ir Mikla­hvell hafi marg­ar eind­irn­ar verið þyngd­ar­laus­ar en seinna öðlast þyngd, þökk sé Higgs sviðinu.

Higgs pró­fess­or sem setti fyrst fram kenn­ing­una um til­vist eind­ar­inn­ar fyr­ir 44 árum, hef­ur viður­kennt að hann hafi ekki lesið rit­gerðina þar sem Hawk­ing hafn­ar til­vist eind­ar­inn­ar. „En ég hef lesið eina slíka sem hann skrifaði sem ég held að hann grund­valli á út­reikn­inga sína. Og í sann­leika sagt tel ég aðferðina sem hann beit­ir ekki nógu góða, “ hef­ur The Daily Tel­egraph eft­ir Higgs.

"Minn skiln­ing­ur er að hann steypi sam­an ör­einda­fræði og þyngd­arafli... með þeim hætti sem eng­inn eðlis­fræðing­ur á sviði ör­einda­fræðinn­ar get­ur fall­ist á,“ seg­ir hann enn­frem­ur.

Talið er full­víst að Higgs pró­fess­or sem nú er 79 ára að aldri, hreppi Nó­bels­verðlaun­in í eðlis­fræði ef til­raun­in í Cern staðfest­ir kenn­ingu hans en Stephen Hawk­ing ger­ir einnig til­kall til þeirra í gegn­um sömu til­raun þó á öðrum for­send­um sé.

Liðið geta þrjú ár þangað til til­raun­in með ör­einda­hraðal­inn hjá Cern leiðir í ljós hvort Higgs hafi rétt eða rangt fyr­ir sér en hann seg­ist sjálf­ur verða bæði undr­andi og fyr­ir von­brigðum ef í ljós komi að kenn­ing hans stand­ist ekki.

Stephen Hawking.
Stephen Hawk­ing. Reu­ters
Peter Higgs.
Peter Higgs.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert