Bót fyrir blinda og sjónskerta

Fyrsti stafræni hugbúnaðurinn á íslensku sem spilar hljóðbækur og les skjöl var kynntur í Blindrabókasafni Íslands í gær. Um er að ræða íslenska þýðingu á tölvuforritinu EasyReader en það gerir notendum kleift að lesa og hlusta á efni með samsetningu á texta, hljóði og myndefni.

Að sögn Þóru Sigríðar Ingólfsdóttur, forstöðumanns Blindrabókasafnsins, hentar forritið vel þeim sem eru lesblindir eða sjónskertir. Textinn lýsist upp þegar hann er lesinn en að auki fylgir forritinu talgervillinn Ragga sem getur lesið nánast hvaða texta sem er. Þá er hægt að breyta stærð, gerð og litasamsetningu textans sem hentar sjónskertum einstaklega vel. „Svona forrit hafa verið til á ensku og sænsku en ekki íslensku. Það mun hjálpa sérstaklega íslenskum nemendum, blindum, sjónskertum og lesblindum ekki síst,“ segir Þóra.

Byrjað var að íslenska forritið fyrir um tveimur árum en það var Hafþór Ragnarsson, starfsmaður Blindrabókasafnsins, sem hafði veg og vanda af því. Að sögn Þóru er verið að skoða hvort hægt verði að láta forritið fylgja með hljóðbókum í framtíðinni. Á kynningunni í Blindrabókasafninu í gær afhenti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra fulltrúum þeirra sem koma að málefnum blindra, sjónskertra og lesblindra forritið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka