Konur dreymir verr en karla

AP

Ný bresk rannsókn bendir til þess að konur fá oftar martraðir en karlar. Þá virðast þær almennt dreyma mun tilfinningatengdari drauma en karla. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Samkvæmt rannsókninni, sem byggð er á svörum 170 sjálfboðaliða, minntust 30% kvenna þess að hana fengið martröð skömmu áður en rannsóknin var gerð. 19% karla minntust þess hins vegar. Ekki er hins vegar munur á því hversu mikið kynin dreymir.

Dr Jennifer Parker, sálfræðingur við University of the West of England, segir að sennilega tengist þetta á einhvern hátt tíðahring kvenna enda hafi fyrri rannsóknir sýnt að konur dreymi meira og verr skömmu áður en þær byrji á blæðingum en á öðrum tíma tíðarhringsins. Þá segir hún rannsóknina benda til þess að konur dreymi fremur tilfinningalega erfiða hluti en karla.

„Það getur hugsast að konur taki fremur úrvinnslu óuppgerðra mála og tilfinninga með sér inn í svefninn en karlar," segir hún.

Dr Chris Idzikowski, forstjóri stofnunarinnar Edinburgh Sleep Centre, segir hins vegar erfitt að meta það hvort konur dreymi öðruvísi en karla eða hvort þær muni drauma sína með öðrum hætti. Þá segir hann martraðir sennilega algengari en fólk geri sér grein fyrir enda gleymi fólk þeim yfirleitt fljótt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert