Áhættuþáttur varðandi krabbamein í þvagblöðru fundinn

mbl.is/Jim Smart

Vís­inda­menn Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar segj­ast hafa í sam­vinnu við 
vís­inda­menn hjá lækna­deild Rad­boud há­skóla í Hollandi fundið tvo  erfðabreyti­leika, sem teng­ist auk­inni áhættu á að fá krabba­mein í þvag­blöðru. 

Grein um rann­sókn­ina birt­ist á vefsíðu tíma­rits­ins Nature Genetics í dag. Þar kem­ur fram, að um 20% Evr­ópu­búa séu með tvö af­rit af fyrri erfðabreyti­leik­an­um og er um 50% meiri hætta á að þeir fái krabba­mein í þvag­blöðru en annað fólk.

Ein­stak­ling­ar sem voru með tvö af­rit af síðari breyti­leik­an­um voru 40% lík­legri en aðrir til að fá um­rætt krabba­mein.

Í rann­sókn­inni voru skoðaðar upp­lýs­ing­ar frá um 40 þúsund ein­stak­ling­um á Íslandi, Hollandi og öðrum Evr­ópu­ríkj­um að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu frá ÍE. 

Vefsíða Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert