Leica státar af stærsta ljósopinu

Nýja Noctilux 0,95 linsan frá Leica.
Nýja Noctilux 0,95 linsan frá Leica. AP

Áður en sam­keppni mynda­véla­fram­leiðenda fór að snú­ast um fjölda megap­ixla skipt­ust þeir á um að fram­leiða hreyf­il­ins­ur með sem mestri breidd („súmmi“). Og þar á und­an - um og upp úr miðri síðustu öld - snér­ist allt um að fram­leiða lins­ur með sem stærstu ljósopi.

Fram­leiðandi hinna goðsagna­kenndu Leica-mynda­véla, Leica Ca­mera AG í Þýskalandi, hef­ur nú horfið aft­ur til þeirra tíma og býður upp á nýja út­gáfu af Noctilux-linsu með ljósopi 0,95. Það þýðir, að nýja lins­an safn­ar 11% meira ljósi en fyr­ir­renn­ari henn­ar, sem hafði ljósops­gildið 1.

Eft­ir því sem lins­ur hafa stærra ljósop því betri mynd­um skila þær við erfið birtu­skil­yrði, en 11% aukn­ing telst sára­lítið og því er mun­ur­inn á nýju lins­unni og fyr­ir­renn­ara henn­ar lík­lega að mestu fólg­inn í orðspor­inu.

Reynd­ar er ekki um að ræða að nýja lins­an sé sú bjart­asta sem nokkru sinni hef­ur verið fram­leidd, því að Canon fram­leiddi um tíma linsu með ljósop­inu 0,95 á sjö­unda ára­tugn­um, þegar sam­keppn­in um stærsta ljósopið var sem hörðust.

En Noctilux 0,95 lins­an er mun bjart­ari en flest­ar hreyf­il­ins­urn­ar sem nú eru á flest­um sta­f­ræn­um mynda­vél­um. Þær hafa yf­ir­leitt ekki stærra ljósop en 3,5, sem þýðir að þær safna aðeins um sjö pró­sent­um af því ljósi sem nýja lins­an frá Leica get­ur náð.

Noctilux 0,95 er ekki hreyf­il­insa held­ur föst 50 mm og ekki með sjálf­virka skerpustill­ingu (autof­ocus). Hún er að auki stór og þung, og verðið á henni verður vænt­an­lega um 10.000 doll­ar­ar er hún kem­ur á markaðinn í des­em­ber.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert