Sjálfbærar samgöngur í sjónmáli

Orku­gjaf­ar framtíðar í um­ferðinni og far­ar­tæki knú­in þeim eru efst á baugi sam­gönguráðstefn­unn­ar Dri­ving Sustaina­bility '08 sem sett var á Hilt­on Reykja­vík Nordica-hót­el­inu í gær. Ráðstefn­an er helsti viðburður Sam­göngu­viku Reykja­vík­ur­borg­ar og skipu­lögð af Framtíðarorku ehf. Gest­gjaf­ar eru Reykja­vík­ur­borg, Lands­bank­inn og Icelanda­ir. Fyr­ir­les­ar­ar eru marg­ir af fremstu sér­fræðing­um á sviði nýrr­ar tækni á sam­göngu­sviðinu og frum­kvöðlar í sjálf­bærri ork­u­nýt­ingu. Þá eru sýnd vist­væn öku­tæki af ýmsu tagi á ráðstefn­unni.

Dr. Bertrand Piccard hélt inn­blásið er­indi um að finna nýj­ar leiðir að lausn­um á aðsteðjandi vanda. Piccard öðlaðist heims­frægð þegar hann flaug fyrst­ur manna í kring­um jörðina í loft­belg. Hann sagðist hafa lofað sér því þá að vera ekki háður eldsneyti í næstu hnatt­ferð. Nú stjórn­ar hann verk­efni um hnatt­flug á flug­vél knú­inni sól­ar­orku sem get­ur verið á lofti jafnt nótt sem dag (www.sol­arimpul­se.com). Stefnt er að til­rauna­flugi á frum­gerð flug­vél­ar­inn­ar á næsta ári og flugi kring­um jörðina einu eða tveim­ur árum síðar.

Piccard sagði að mann­kynið mundi ekki kom­ast af á 21. öld nema það tæki upp nýja end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa. Það yrði hvorki ein­falt né auðvelt og því fylgi bæði áhætta og áskor­un.

Piet Steel, aðstoðarfor­stjóri evr­ópskra mál­efna hjá Toyota-bíla­fram­leiðand­an­um í Evr­ópu, gerði m.a. grein fyr­ir því mark­miði Toyota að smíða hinn „full­komna um­hverf­is­bíl“ og ýms­um leiðum að því marki. Blend­ings- eða tvinn­bíll­inn Toyota Prius hef­ur notið mik­ill­ar vel­gengni og eins blend­ings­bíl­ar frá Lex­us. Steel taldi að blend­ings­tækn­in væri besta tækn­in í um­ferðinni nú. Sala Prius hef­ur vaxið jafnt og þétt og stefn­ir Toyota að því að selja millj­ón slíkra bíla á ári snemma á næsta ára­tug þess­ar­ar ald­ar. Á næsta ári er vænt­an­leg ný kyn­slóð Prius og ten­gilt­vinnút­gáfa, sem hægt verður að hlaða með því að stinga bíln­um í sam­band við raf­magn, er vænt­an­leg. Þá er einnig í und­ir­bún­ingi að búa bíl­ana full­komn­ari raf­hlöðum en nú eru í þeim.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert