135 ára gömul ráðgáta leyst

Haustið 1872 hrökt­ust 17 norsk­ir sel­veiðimenn á land á Sval­b­arða und­an vondu veðri. Um vet­ur­inn lét­ust þeir all­ir, en aldrei hef­ur feng­ist svar við því, fyrr en nú, hvað varð þeim að ald­ur­tila. Ýmsar get­gát­ur hafa verið á kreiki um dánar­or­sök­ina, allt frá berkl­um eða skyr­bjúg til hreinn­ar leti.

Frá þessu grein­ir frétta­vef­ur Af­ten­posten, og hef­ur eft­ir Sval­b­ar­dposten.

En nú hafa norsk­ir vís­inda­menn kom­ist að raun um, að blýeitrun varð sel­veiðimönn­un­um að bana. Í bein­um í gröf sem tveir þeirra hvíla í fannst mik­il blýþétt­ing, seg­ir Ulf Åsebö, sem starfar á Há­skóla­sjúkra­húsi Norður-Nor­egs.

Í dag­bók sem einn sel­veiðimann­anna hélt kem­ur fram, að þeir hafi borðað mikið af niðursoðnum mat í hús­inu sem þeir héldu til í á Sval­b­arða, Sænska hús­inu svo­nefnda. Munu þeir hafa fengið eitr­un­ina úr dós­un­um sem mat­ur­inn var í.

Åsebö og sagn­fræðing­ur­inn Kj­ell Kjær fengu leyfi til þess í júlí sl. að opna graf­ir sel­veiðimann­anna, en þeir höfðu þá þegar sett fram þá kenn­ingu að blýeitrun hefði orðið mönn­un­um að fjörtjóni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert