Hraðlinum mögulega lokað

Eindahraðlinum sem nýlega var tekinn í notkun í Genf gæti verið lokað bráðlega í allt að tvo mánuði vegna alvarlegrar bilunar. Það er Kjarnorkurannsóknarstofnun Evrópu, CERN, sem skýrir frá þessu.

Verkfræðingar neyddust til þess að slökkva á þessum öflugasta eindahraðli heims eftir seglabilun sem varð til þess að fljótandi helíum lak inn í hin 27 km löngu göng hraðalsins.

Kveikt var á hraðlinum með pompi og prakt fyrr í þessum mánuði en hann liggur djúpt í jörðu nálægt landamærum Sviss og Frakklands. Hraðallinn er flóknasta og stærsta vél sem byggð hefur verið og er ætlað að ljúka upp leyndardómum heimsins með því að líkja eftir kringumstæðum Stóra hvells sem byrjaði sköpun heimsins. 




 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert