Varað við notkun farsíma

Reuters

Fimm sinnum meiri líkur eru á að börn sem nota farsíma og þráðlausa heimasíma fái heilaæxli en önnur börn samkvæmt niðurstöðum nýrrar sænskrar rannsóknar.   Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Sérfræðingarnir sem unnu að rannsókninni mæla því með því að börn og unglingar noti  farsíma einungis í neyðartilfellum, með þráðlausum búnaði eða til að senda smáskilaboð.

 Talið er að notkun farsíma og þráðlausra heimilissíma hafi meiri áhrif á börn og unglinga þar sem höfuðkúpur þeirra eru þynnri en höfuðkúpur fullorðinna og heilar þeirra eru að þroskast. 

„Þetta er viðvörunarmerki. Þetta er mjög alvarlegt. Okkur ber að geravarúðarráðstafanir,” segir Lennart Hardell, prófessor við Orebro háskóla þar sem rannsóknin var gerð en niðurstöður hennar voru kynntar á fyrstu alþjóðlegu ráðstefnunni um farsíma og heilsu.Í niðurstöðunum kemur fram að fimm sinnum meiri líkur eru á að einstaklingar, sem nota farsíma fyrir tuttugu og fimm ára aldur, fái góðkynja heilaæxli sem geta valdið heyrnarskerðingu.

Gagnrýnendur slíkra rannsókna hafa hins vegar bent á að farsímar hafi ekki verið nógu lengi í notkun til að hægt sé að gera marktækar rannsóknir á áhrifum þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert