Kynfæraaðgerðir vafasamar

Vinsældir lýtaaðgerða á kynfærum fara vaxandi meðal kvenna
Vinsældir lýtaaðgerða á kynfærum fara vaxandi meðal kvenna

Bresk­ur þvag­færa­sk­urðlækn­ir hef­ur lýst yfir áhyggj­um a vax­andi vin­sæld­um lýtaaðgerða á kyn­fær­um meðal kvenna. Linda Car­dozo, sem starfar hjá King's Col­l­e­ge spít­al­an­um í London, seg­ir litla fræðslu að finna um ör­yggi og af­leiðing­ar slíkra aðgerða, sem marg­ar eru gerðar með það í huga að gera kyn­fær­in meira aðlaðandi.

Car­dozo vakti at­hygli á mál­inu á lækn­aráðstefnu í Montreal í Kan­ada um helg­ina. Hún seg­ir al­geng­ustu aðgerðirn­ar snú­ast um að minnka ytri skapa­barma og séu í sum­um til­fell­um fram­kvæmd­ar til að draga úr lík­am­leg­um óþæg­ind­um vegna lög­un­ar þeirra, en oft­ar en ekki hafi kon­ur þó ein­ung­is fag­ur­fræðina í huga.

„Kon­ur vilja líkja eft­ir súpermód­el­um og það er tíska í þessu eins og öðru. En kon­ur ættu að vita það að öll­um skurðaðgerðum fylg­ir áhætta. Flest­ar þess­ara aðgerða eru gerðar á einka­rekn­um stof­um að það er ekk­ert eft­ir­lit haft með þeim,“ sagði hún í viðtali við BBC News.

Ekki er vitað með vissu hversu marg­ar kon­ur fara ár­lega í kyn­færa­lýtaaðgerð í Bretlandi, en talið er að tíðni þeirra fari vax­andi. Skurðaðgerð á skapa­börm­um kost­ar u.þ.b. 2.000 pund, tæp 350.000 krón­ur, á einka­rek­inni stofu. Eins óska kon­ur eft­ir að fá leg­gangaþreng­ingu með skurðaðger, til að þrengja leggöng eft­ir fæðing­ar, og jafn­vel að n.k. meyj­ar­haft verði end­ur­gert.

Car­dozo seg­ir að þótt hugs­an­legt sé að aðgerðirn­ar skili ár­angri út­lits­lega sé með öllu óvíst hvort þær leysi þær sál­fræðiflækj­ur eða kyn­líferðis­leg vanda­mál sem liggi að baki. Hún seg­ir enn­frem­ur ósannað hvort leg­gangaþreng­ing með skurðaðgerð skili nokkuð meiri ár­angri en ein­fald­ar grind­ar­botnsæfing­ar.

Car­dozo kallaði á ráðstefn­unni eft­ir því að ít­ar­leg­ar rann­sókn­ir verði gerðar til að lækn­ar geti ráðlagt kon­um sem leita til þeirra af ein­hverri vissu. Í millitíðinni hvatti hún skurðlækna til að gæta varúðar og grípa ekki til skurðaðgerða á kyn­fær­um nema í sér­stök­um til­fell­um.

„Lýtaaðgerðir á kyn­fær­um vekja upp marg­ar siðferðis­leg­ar spurn­ing­ar,“ sagði Gardozo. „Kon­ur borga háar fjár­hæðir fyr­ir aðgerðir sem geta hugs­an­lega bætt ytra úlit kyn­færa þeirra en það eru eng­ar sann­an­ir fyr­ir því að þær bæti virkn­ina.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert