Farsími sem virkar eins og bíllykill

Nýr farsími sem hannaður var í Jap­an er þeim kost­um bú­inn að með hon­um má aflæsa bíl­dyr­um og starta bíl­vél án hefðbund­ins bíllyk­ils.

Sím­inn er smíðaður af Sharp og í hann er notuð tækni sem hönnuð var af Nis­s­an, svo­nefnd­ur „snjalllyk­ill“, sem ger­ir öku­manni kleift að opna bíl og starta hon­um án þess að taka lyk­il­inn úr vasa sín­um.

Nýj­ung­in er fólg­in í því að nota tækn­ina í farsíma. Sharp og Nis­s­an segja í frétta­til­kynn­ingu í dag að sím­inn verði sýnd­ur á stórri tækn­i­sýn­ingu í Tókýó í næstu viku.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka