Nýr farsími sem hannaður var í Japan er þeim kostum búinn að með honum má aflæsa bíldyrum og starta bílvél án hefðbundins bíllykils.
Síminn er smíðaður af Sharp og í hann er notuð tækni sem hönnuð var af Nissan, svonefndur „snjalllykill“, sem gerir ökumanni kleift að opna bíl og starta honum án þess að taka lykilinn úr vasa sínum.
Nýjungin er fólgin í því að nota tæknina í farsíma. Sharp og Nissan segja í fréttatilkynningu í dag að síminn verði sýndur á stórri tæknisýningu í Tókýó í næstu viku.